Úðafoss er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hreinsun og pressun á fatnaði í 85 ár. Við leggjum ríka áherslu á skjóta og persónulega þjónustu ásamt faglegum vinnubrögðum. Úðafoss efnalaug hefur boðið uppá samdægursþjónustu fyrir sama verð síðan 1973.
Hjá okkur starfar frábært fólk með áratuga reynslu við meðhöndlun á viðkvæmum fatnaði. Við einsetjum okkur að fylgja alltaf þvottaleiðbeiningum og leitumst við að vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar ef um vafamál eða erfiða bletti er um að ræða.
Við hreinsum meðal annars..
Kven & herrafatnaður
Jakkaföt, Jakka, Draktir, Skyrtur, Kjóla, Blússur, Boli og Peysur